Það sem þú vildir vita um leitarvélabestun
Leitarvélabestun (SEO) eru verkferlar sem miða að því að bæta og viðhalda sýnileika vefsíðna fyrir vefrænar (organic) niðurstöður hjá leitarvélum (SERP).
Verkferlum leitarvélabestunnar má skipta í tvo megin flokka: Innansíðu-og utansíðubestun.
Grindin; bóla eða bylting? Hvernig litist þér á að setja allt vefefni eins og myndir, video og texta inn í forrit og fá síðan þremur sekúndum síðar út fullvirka og flotta vefsíðu? Sannkallaða snjallsíðu. Þú hefur sjálfsagt fengið auglýsingar á facebook vegginn þinn frá fyrirtækinu thegrid.io sem kynnir nýstárlega aðferð við vefsíðugerð. Ef loforðin þeirra reynast ekki orðin tóm þá er ljóst að hér er um mestu byltingu í vefsíðugerð síðan CSS og java script var fundið upp. Þetta er það nýjasta sem á sér stað í vefhönnun og kallast The Grid eða bara grindin. Hér er um að ræða (samkvæmt aðstandendum grindarinnar) vefsíður sem smíða sig nánast sjálfar með gerfigreindar tækni (Artificial Intelligence). Hér eru ekki einungis á ferðinni hefðbundnar snjallsíður sem aðlaga sig að skjástærðum samkvæmt fyrirfram gefnum kóðum sem vefhönnuðurinn smíðar heldur eru hér á ferðinni vefsíður sem setja sig saman sjálfar eftir því efni (e.content) sem nota skal á síðunum. Semsagt þú mokar inn efninu og útkoman er flott fullkláruð vefsíða.