Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins | Page 2

Ýmsar gagnlegar græjur og flottar vefsíður

gagnlegir
tenglar

Internetið er suðupottur þar sem á hverri sekúndu fæðast nýjar hugmyndir. Erfitt getur reynst að finna það sem maður leitar eftir jafnvel þó leitarvélar eins og google og bing hafi aldrei verið betri og nákvæmari en einmitt núna. Við höfum lengi gert það að reglu að geyma tengla á vefsíður sem við rekumst á til síðari nota. Í viðleitni okkar til þess að bjóða bestu þjónustu sem völ er á varðandi vefsíðugerð og markaðssetningu á netinu þá höfum við óhjákvæmilega þurft að líta í kringum okkur og leita að lausnum. Hér höfum við sett upp á snyrtilegan hátt nokkra áhugaverða tengla sem gætu hjálpað þér og þinni starfsemi. Skráning og notkun er á þína ábyrgð.

Lesa meira ...

Grundvallar reglur um leitarvélabestun

leitarvélabestun

Leitarvélabestun (e.SEO eða Search Engine Optimization) er sá angi markaðssetningar á netinu sem sveipuð er hvað mestri dulúð. Sérstök starfsgrein sérfræðinga hefur myndast í kringum fyrirbærið. Algórithmar leitarvélanna Google, Bing og Yahoo eru líklega best geymdu leyndarmál internetsins. Margir myndu gefa mikið fyrir vitneskjuna um reikniritið sem ákveður hvar í röðinni vefsíða á netinu lendir þegar einhver framkvæmir leit. Þrátt fyrir að leyndarmálið sé vel geymt eru þó nokkuð miklar líkur á því að snjall netnörd geti komið vefsíðu í topp tíu eða allavega í top tuttugu á leitarvélaniðurstöðunum. Hvaða atriði þarf að huga að við leitarvélabestun?

Lesa meira ...

Hvernig ferðast augun eftir skjánum?

google-trends

Hvernig ferðast augað eftir skjánum þegar við skoðum vefsíður? Miklar rannsóknir hafa verið lagðar í það að kanna þetta með tilliti til auglýsinga á vefsíðum. Þetta er einkar áhugavert fyrir þá sem eru að hanna og smíða vefsíður. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar í mörg ár af auglýsingageiranum í tengslum við auglýsingar í tímaritum og blöðum. Hér má sjá vídeó sem google gerði af þessu ferðalagi yfir vefsíðu um það hvernig eigi að binda bindishnút. Það sem kemur á óvart er að augað virðist ferðast upp og niður skjáinn á mjög tilviljunarkenndan hátt.

Lesa meira ...