Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins | Page 3

Grundvallar reglur um leitarvélabestun

leitarvélabestun

Leitarvélabestun (e.SEO eða Search Engine Optimization) er sá angi markaðssetningar á netinu sem sveipuð er hvað mestri dulúð. Sérstök starfsgrein sérfræðinga hefur myndast í kringum fyrirbærið. Algórithmar leitarvélanna Google, Bing og Yahoo eru líklega best geymdu leyndarmál internetsins. Margir myndu gefa mikið fyrir vitneskjuna um reikniritið sem ákveður hvar í röðinni vefsíða á netinu lendir þegar einhver framkvæmir leit. Þrátt fyrir að leyndarmálið sé vel geymt eru þó nokkuð miklar líkur á því að snjall netnörd geti komið vefsíðu í topp tíu eða allavega í top tuttugu á leitarvélaniðurstöðunum. Hvaða atriði þarf að huga að við leitarvélabestun?

Lesa meira ...

Hvernig ferðast augun eftir skjánum?

google-trends

Hvernig ferðast augað eftir skjánum þegar við skoðum vefsíður? Miklar rannsóknir hafa verið lagðar í það að kanna þetta með tilliti til auglýsinga á vefsíðum. Þetta er einkar áhugavert fyrir þá sem eru að hanna og smíða vefsíður. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar í mörg ár af auglýsingageiranum í tengslum við auglýsingar í tímaritum og blöðum. Hér má sjá vídeó sem google gerði af þessu ferðalagi yfir vefsíðu um það hvernig eigi að binda bindishnút. Það sem kemur á óvart er að augað virðist ferðast upp og niður skjáinn á mjög tilviljunarkenndan hátt.

Lesa meira ...

Google leitarbrellur sem koma að góðum notum

google-trends

Hvernig er hægt að nýta sér google leitarvélina betur. Milljónir vefverja nýta sér leitarvélar internetsins daglega. Google leitarvélin er þar fremst í flokki. Lang flestir sem nota sér google leitarvélina slá inn einhverju leitarorði eða leitarstreng inn í leitarkassann og fá þá gjarnan upp milljónir möguleika sem vonlaust er að fara í gegnum nema á mjög mjög löngum tíma. Það er nefnilega þannig að það sem við erum að leita að kemur ekki alltaf upp efst í niðurstöðunum.

Lesa meira ...

Fleiri greinar ...