Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins | Page 4

Markaðsbækur ársins 2013

markadsbaekur

Árlega velur vefritið EMM (www.expertmarketermagazine.com/) bestu markaðsbók ársins. Alþjóðleg nefnd markaðssérfræðinga á vegum veftímaritsins velur bækurnar sem síðan raðast í fyrsta til fimmta sæti eftir fjölda atkvæða. Hér á síðunni er lítil bókaverslun sem beinteingd er við Amazon. Þú getur skoðað úrdrátt úr fimm bestu bókunum sem gefnar voru út árið 2012 að mati sérfræðingana. Ef þér líst á þær geturðu keypt þær af síðunni. Einnig má finna helstu markaðsbækur fyrir ferðaþjónustu og fleira tengt markaðssókn.

Lesa meira ...

Hvað er inntaksmarkaðssókn, um hvað snýst hún?

inntaksmarkadssokn

Inntaksmarkaðssókn, (e.Content Marketing) er áberandi í helstu bloggsíðum sem fjalla um markaðsmál á netinu. En hvað er inntaksmarkaðssókn og fyrir hverja er hún? Í stuttu máli má segja að inntaksmarkaðssókn gangi út á það að nota miðla til þess að upplýsa og uppfræða neytendur í stað þess að nota þá til þess að selja þeim vörur. Content Marketing Institude lýsir þessu svona "Content marketing is a marketing technique of creating and distributing valuable, relevant and consistent content to attract and acquire a clearly defined audience – with the objective of driving profitable customer action."

Lesa meira ...

Einstakur ávinningur þinna viðskiptavina

einstakur-avinningur

Einstakur ávinningur þinna viðskiptavina Einn af hornsteinum góðrar markaðssóknar er það sem kallað hefur verið á íslensku einstakur ávinningur eða Unique Value Proposition á ensku. Hugtakið sjálft gefur nokkuð augljósa mynd af því um hvað þessi hugmyndafræði snýst en er ekki eins augljóst og einfalt þegar til kasta kemur.

Lesa meira ...

Fleiri greinar ...