Google leitarbrellur sem koma að góðum notum | Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins

Google leitarbrellur sem koma að góðum notum

google-trends

Hvernig er hægt að nýta sér google leitarvélina betur. Milljónir vefverja nýta sér leitarvélar internetsins daglega. Google leitarvélin er þar fremst í flokki. Lang flestir sem nota sér google leitarvélina slá inn einhverju leitarorði eða leitarstreng inn í leitarkassann og fá þá gjarnan upp milljónir möguleika sem vonlaust er að fara í gegnum nema á mjög mjög löngum tíma. Það er nefnilega þannig að það sem við erum að leita að kemur ekki alltaf upp efst í niðurstöðunum.

Stundum leynast áhugaverðar upplýsingar á blaðsíðu 10 eða jafnvel 112 í niðurstöðunum. Stundum þurfum við að leita að einhverri sérstakri grein sem geymd er á pdf formi eða við viljum einfaldlega vita hvernig veðrið er í Bankok. Þá getur verið hentugt að kunna ýmsar leitarbrellur. Okkur langar að deila nokkrum vel geymdum leyndarmálum með velunnurum okkar. Deilið þessari grein ef ykkur líkar hún.

"kjúkklingur í karrýsósu"

Segjum að við séum að leita að kjúklingarétti þar sem notað er karrý þá setjum við vanalega í strenginn: kjúklingur,karrý. Niðurstaðan gefur okkur meira en fimmtán þúsund niðurstöður þar sem fjallað er um kjúkkling og karrý í sömu greininni. Það þarf ekki endilega að vera kjúkklingur í karrýsósu. Niðurstaðan gæti verið sú að greinin fjalli um tvær mismunandi uppskriftir þar sem önnur er með kjúkkling en hin með karrý. Ef við hinsvegar notum tilvitnunarmerki " utan um orðið: "kjúkklingur í karrýsósu“ fáum við mun færri niðurstöður því leitarvélin finnur greinar þar sem nákvæmlega orðin innan í tilvitnunarmerkinu koma fyrir.

kjúlli í karrý


gönguleiðir -Hengil*

Þegar við ætlum að leita að bloggi, greinum eða umfjöllun um málefni sem er umfangsmikið viljum við stundum takmarka leitina við afmarkað svæði. Tökum sem dæmi orðið gönguleiðir, sem lýsir umfangsmiklu málefni. Við viljum ekki hinsvegar ekki fá niðurstöður um gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Með því að setja mínus fyrir framan orðið Hengilssvæðið. gönguleiðir -Hengil*Þá útilokar google allar greinar sem fjalla um gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Stjarnan segir google að útiloka eigi allar beygingar orðsins

gönguleiðir


Kjúkklingauppskriftir site:mbl.is

Vilji maður finna eitthvað innan ákveðinnar vefsíðu, til dæmis ef við værum að leita að kjúklinga uppskriftum á mbl.is þá er best að setja site: fyrir aftan leitarstrenginn og svo vefsíðuna strax á eftir tvípunktinum.Kjúkklingauppskriftir site:mbl.is

kjukklingar í mbl.is


related:www.tourismthailand.org/

Stundum rambar maður á vefsíðu með einhverju áhugaverðu, til dæmis ef við værum að skipuleggja ferð til Taílands og römbuðum á einhverja áhugaverða vefsíðu um ferðamál í landinu. Segjum að vefsíðan sé tourismthailand.org, þá setjum við þetta svona upp related:www.tourismthailand.org/ . Niðurstöðurnar sem við fáum upp í leitinni eru aðrar sambærilegar vefsíður um ferðamál í Tailandi.

leita að svipuðum vefsíðum


filetype:pdf "markaðsmál"

Nú viljum við eingöngu finna pdf skjöl sem fjalla um markaðsmál. Einfaldasta leiðin er að setja inn filetype:pdf "markaðsmál". Settu hvaða leitarstreng sem er innan tilvitnunarmerkjana. Hægt er að finna ýmsar gerðir af skjölum eða myndum eins og png, jpg eða jafnvel mp3 ef við ætlum okkur að finna vídeó.

til að finna skjalategundir


allintext:Thailand jungle

Við erum enn að skipuleggja ferðina til Taílands og okkur langar að vita meira um frumskóga landsins. Þá setjum við inn strenginn allintext:Thailand jungle og fáum niðurstöður þar sem fjallað er um frumskóga Taílands.

frumskógar Taílands


Halldor Laxnes intext:Þýskaland

Nú gerumst við menningarleg og viljum skoða nánar tengsl Halldórs Laxness við þýskaland. Við viljum finna greinar eða umfjöllun um Halldór Laxnes þar sem kemur fyrir orðið Þýskaland. Halldor Laxnes intext:Þýskaland

alt texti


leitarstrengur

 

alt texti


eldgos intitle:vatnajökull

Nú viljum við gerast nákvæm og finna allt um eldgos þar sem orðið Vatnajökull kemur fyrir í titli greina eða bloggs eldgos intitle:vatnajökull

intitle:


allinurl: iceland

Stundum langar okkur að finna vefslóð þar sem fyrir kemur eitthvað ákveðið orð, til dæmis viljum við skoða allar vefsíður þar sem orðið iceland er í vefslóðinni. allinurl: iceland

allinurl: