Google Trends, ókeypis græja | Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins

Google Trends, ókeypis græja

google-trends

Einföld en nytsamleg græja sem kostar ekki neitt. Við erum alltaf með hugann við það að deila fróðleik til fróðleikþyrstra netverja. Nú langar okkur að kynna dálítið skemmtilegt tæki sem Google býður upp á  http://www.google.com/trends/ Þetta er sérlega skemmtilegt tæki þó svo að það nýtist ekki sem skildi á okkar litla Íslandi.

Google trends segir til um hvernig þróun á notkun á ákveðnum leitarorðum eða leitarsetningum hefur orðið á tilteknum tímabilum.  Hægt er að velja til dæmis tímabil og staðsetningu (þó ekki Ísland því miður sem takmarkar svolítið okkar notagildi). Það eina sem gera þarf er að slá inn leitarorðið (keyword) eða orðasamsetningu og leita. Hægt er að þrengja leit við myndir, fréttir, you tube og fleira ásamt því að hægt er að skoða áætlaða þróun miðað við nokkur undan farrin ár. Upplýsingarnar sem upp koma segja okkur ekki hversu margir leituðu að tilteknu orði heldur er vísitala sett á 100 á þeim tímapunkti  sem flestir leituðu að orðinu eða orðunum á Google. Þannig er hægt að bera saman tvö eða fleiri orð. Þar sem það á við koma einnig upplýsingar um fréttagreinar eða fréttir tengdar orðinu eða orðunum (merkt með bókstöfum). Þetta er fróðlegar upplýsingar og geta gagnast þeim sem eru að huga að markaðssetningu á netinu, hressa upp á LVB (SEO leitarvélabestun) á sínum síðum. Auk þess að býður þessi græja upp á aðra valmöguleika eins og skoða það  „heitasta“ sem er að gerast á google leitarvélinni í dag eða tiltekinn dag. Það nýjasta í þessari græju er það sem þeir kalla „everything“ en þar eru teknar top leitanir í hinum ýmsu flokkum s.s. leikarar, dýr, bækur, íþróttir og fleira. Hér fyrir neðan höfum við borið saman leitarorðin „Aurora Borealis“ og Northern Lights“ til þess að kanna hvort orðið er nota meira, hvenær helst það er notað og svo framvegis. Kíkið á þessa síðu og prófiði og endilega. Og deilið Markvís með vinum ykkar ef ykkur líst vel á!    http://goo.gl/svMhhl 

Við erum á facebook

Image