Grundvallar reglur um leitarvélabestun | Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins

Grundvallar reglur um leitarvélabestun

leitarvélabestun

Leitarvélabestun (e.SEO eða Search Engine Optimization) er sá angi markaðssetningar á netinu sem sveipuð er hvað mestri dulúð. Sérstök starfsgrein sérfræðinga hefur myndast í kringum fyrirbærið. Algórithmar leitarvélanna Google, Bing og Yahoo eru líklega best geymdu leyndarmál internetsins. Margir myndu gefa mikið fyrir vitneskjuna um reikniritið sem ákveður hvar í röðinni vefsíða á netinu lendir þegar einhver framkvæmir leit. Þrátt fyrir að leyndarmálið sé vel geymt eru þó nokkuð miklar líkur á því að snjall netnörd geti komið vefsíðu í topp tíu eða allavega í top tuttugu á leitarvélaniðurstöðunum. Hvaða atriði þarf að huga að við leitarvélabestun?

Leitarvélabestun er þýðing á enska hugtakinu Search Engine Optimization sem gjarnan er skamstafað SEO. Í stuttu máli þá er markmið leitarvélabestunar að laða gesti að heimasíðum vefrænt í gegnum leitarvélar eins og google, yahoo og bing. Hugtakið á ekki við þegar gestir lenda á vefsíðunni í gegnum auglýsingar eða í gegnum kostaða staðsetningu hjá leitarvélafyrirtækjunum. Á fagmáli er þessi umferð inn á heimasíðuna kölluð Organic search en þá er ekki átt við lífrænar heimsóknir. Ef þú til dæmis leitar að einhverju orði, segjum "parket" þá koma efst í niðurstöðurnar tenglar sem kostaðir eru af fyrirtækjum. Fyrir neðan kostaða tengla eru svokallaðir "organic" tenglar þar sem reiknirit leitarvélarinnar hefur ákveðið uppröðunina.

google leitarniðurstöður

Hvaða atriði þarf að huga að við leitarvélabestun?

Leitarvélabestun fer ekki einungis fram í bakhluta vefsíðunnar þar sem sveittir kóðasmiðir sitja og smíða einhver galdratákn. Ýmislegt annað er hægt að gera til þess að auka líkurnar á góðri niðurstöðu hjá leitarvélunum. Vefsíða sem er virk og laðar að heimsóknir vegna efnisinntaksins er líklegri til að fá betri niðurstöður í leitarvélunum. Þó svo að Algóriþmar leitarvélanna séu sífellt að breytast og þróast eru nokkur atriði sem munu lengi skipta máli þegar hámarka á heimasíðuna hjá leitarvélum eins og google, bing og yahoo. Hér eru nokkur atriði:

icon 1
Lykilorð

Allt byrjar þetta með orðum sem slegin eru inn í leitarvélarnar. Lykilorð eru mikilvægasti liður leitarvélana og sá strengur sem tengir vefsíðuna þína við fjöldann.

icon 2
Efni og inntak

Markmið vefsíðunnar er að fá fólk til þess að skoða inntak hennar. Áhugavert efni eykur verulega líkurnar á því að fólk nenni að staldra við á síðunni þinni og jafnvel deila henni með vinum.

icon 3
Baktenglar

Því fleiri áreiðanlegar vefsíður sem vísa á þína heimasíðu með tenglum því fleiri fjaðrir færðu í google hattinn. Að sama skapi þá geta slæmir tenglar reitt fjaðrirnar af.

icon 4
Samfélags miðlar

Þátttaka á samfélagsmiðlum eins og google+, facebook, pinterest og twitter skipta máli. Meiri virkni þýðir fleiri heimsóknir auk þess sem leitarvélarnar gefa fleiri punkta.


Innri og ytri þættir leitarvélabestunar

Þegar leitarvélar eða reiknikóðar leitarvélanna ( stundum kallað algoriþmar) sniglast eða skríða um netið, eftir að einhver hefur sett inn leitarorð, þá notar leitarvélin fyrirfram ákveðnar reglur til að leita eftir. Vefsíður á netinu eru skoðaðar og fá einskonar "einkun" eftir því hversu mörgum reglum hún fylgir. Því fleiri reglur sem vefsíðan fylgir og uppfyllir þeim mun betri einkun fær hún og þar af leiðandi lendir heimasíðan framarlega á leitarniðurstöðum. Það má skipta leitarvélabestun í tvo flokka: Innri leitarvélabestun og ytri leitarvélabestun. Fyrri flokkurinn á við um alla þætti sem vefsmiðurinn getur gert við vefsíðuna sjálfa til þess að ná árangri í leit en seinni þátturinn á við um aðgerðir utan vefsmíðinnar sjálfrar. Skoðum þetta nánar.

Innri leitarvélabesturn.

Eins og orðið gefur til kynna þá er átt við þá þætti sem snýr beint að vefsíðugerðinni og kóðanum sjálfum. Gróflega má skipta innri bestun í þrjá flokka:

1. Inntak vefsíðunnar. Þetta er mikilvægasti þáttur heimasíðunnar því þetta er sá hluti hennar sem gestir eða markhópurinn er væntanlega að leita eftir. Ef efni vefsíðunnar höfðar til markhópsins og gestir hennar snúa ánægðir frá henni er ekki einungis líklegt að þeir komi aftur í heimsókn heldur eru miklar líkur á því að þeir deili reynslunni með vinum sínum á facebook, twitter eða öðrum samfélagsmiðlum. Uppbygging texta skiptir miklu máli í leitarvélabestun. Líkleg leitarorð þurfa að koma greinilega fram í textanum og birtast mátulega oft (ekki of oft) til þess að leitarvélarnar taki mark á þeim. Ekki er síður mikilvægt að myndir séu réttar. Leitarvélarnar geta ekki skoðað myndir eins og við en þess í stað eru settir skýringartextar í kóðan sem segir vélunum hvað þar er að sjá. Þessir textar heita "alt" textar. Til dæmis ef greinin fjallar um epli og á síðunni er mynd af epli þá þarf "alt" skýringartextinn að vera "epli" en ekki "gúmnískór" svo dæmi sé tekið.

2. HTML kóðar vefsíðunnar. HTML er eitt af tungumálum internetsins og sennilega það mikilvægasta því með því tungumáli er efninu komið til skila á vefsíðunni. Til dæmis lítur þessi grein sem þú ert að lesa svona út á þessu tungumáli:

html kóði vefsíðunnar

Þegar vafrinn þinn, hvort sem það er Crome, Internet Explorer eða Firefox, les þennan kóða birtist hann á skjánum þínum samkvæmt fyrirmælum html kóðans (og annarra kóða eins og CSS) Þess vegna er það mikilvægt fyrir leitarvélarnar að kóðinn sé réttur svo efnið komist til skila því aðal markmið leitarvélanna er að finna gagnlegar vefsíður sem höfðar til þess sem slær inn leitarorð. HTML tungumálið eins og önnur tungumál lúta ákveðnum reglum. Leitarvélarnar eru nokkuð strangar á að vefsíðan fylgi þessum reglum annars lækkar einkunin. Sem dæmi þá er það mikilvæg regla að hvert blogg eða grein sem birtist á skjánum hafi aðeins eina fyrirsögn (sem táknað er með h1 ). Fleiri en ein fyrirsögn á síðu ruglar ekki aðeins lesandann í rýminu heldur veit ekki leitarvélin hvað megininntak síðunnar er.

3. Uppbygging vefsíðunnar

Útlit síðunnar og virkni hennar skiptir orðið miklu máli bæði fyrir lesandann og leitarvélarnar. Skipulögð uppbygging vefsíðu er líklegri til þess að falla bæði í geð lesandans jafnt sem leitarvélanna. Einn af mikilvægustu þáttunum í leitarvélabestun er hversu hratt vefsíðan er að birtast á skjánum. Þetta á jafnt við um fólk sem leitarvélar. Heimasíða sem virðist ældrei ætla að birtast á skjánum þegar reynt er að opna hana er ekki líkleg til árangurs. Fólk nennir yfirleitt ekki að bíða lengi eftir því að vefsíða hlaði sig og leitarvélar gefa slíkum vefsíðum lélega einkun. Snjallsímar og spjaldtölvur eru meir og meir notaðar til þess að vafra um netið. Í síbreytilegum reiknilíkönum leitarvélanna er þetta atriði tekið með í reikninginn. Snjallsíður er það sem koma skal í framtíðinni.

Ytri leitarvélabestun.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að leitarvélabestun fer ekki eingöngu fram í innviðum heimasíðunnar og árangur er ekki síst háður ytri þáttum. Það er einnig mikilvægt að gera sér grein fyrir því að árangur getur tekið tíma. Nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Það eru æði margir þættir í rekstri vefsíðu sem hjálpa til við að ná árangri á leitarvélunum. Hér eru nokkrir:

1. Þáttaka í samfélagsmiðlum.Þátttaka á samfélagsmiðlum eins og facebook, twitter, google+ og Linkedin geta haft mikil áhrif á aukna umferð inn á heimasíðuna. Leitarvélarnar eru fljótar að taka eftir því þegar tengill á heimasíðuna þína er settur á vegg á facebook eða þegar tíst er á twitter um einhverja umfjöllun á síðunni þinni. Eitt verður þó að hafa í huga ef við ætlum okkur að nýta samfélagsmiðla: Það getur tekið frá manni mikinn tíma að nýta sér samfélagsmiðlana svo skipulegðu það vel.

2. Skráning á leitarvélar. Allar helstu leitarvélarnar bjóða upp á svokallaðar " webmaster" síður þar sem hægt er að skrá heimasíðuna þína inn í leitarvélarnar. Þegar stofnaður er reikningur hjá leitarvélunum þá færðu sérstakann kóða sem settur er inn í vefsíðukóðan á heimasíðunni þinni. Leitarvélarnar finna svo kóðan þegar þeir sniglast eftir netinu og skrá vefsíðuna þina í gagnabankann sinn. Á webmaster síðunum gefst þér einnig kostur á að nota alls konar tól og tæki sem hjálpar við greiningu vefsíðunnar.

3. Tenglabítti.Leitarvélarnarnar eru hrifnar af því þegar heimasíðan tengist öðrum vefsíðum. Sérstaklega á þetta við ef þær vefsíður eru vinsælar og fjalla um sambærileg málefni og heimasíðan þín. Á netinu eru mörg fyrirtæki sem bjóða vefsíðueigendum að birta tengla á öðrum síðum gegn því að þeir birti þeirra tengla á sínum síðum. Tenglabítti er alþekkt fyrirbæri á meðal þeirra sem leggja stund á leitarvélabestun. Ymislegt ber þó að varast því leitarvélarnar geta refsað vefsíðum ef tenglabítti eru stunduð á óábirgan hátt. Það er til dæmis ekki góð latína í leitarvélabestun að kaupa aðgang að tenglahlöðum en það eru fyrirtæki sem tengja vefsíðuna þína við hundruðir eða jafnvel þúsundir misjafnlega gáfulegar vefsíður. Leitarvélarnar gætu refsað fyrir slíka háttsemi. Megin reglan er sú að tenglar af öðrum síðum á þína síðu komi frá alvöru vefsíðum sem fjalla um svipað málefni.

4. Orðspor. Burt séð frá allri leitarvélabestun þá er farsælast að vera með lifandi og aðgengilega vefsíðu sem höfðar til markhópsins. Markaðssetning á netinu og rekstur vefsíðu er í flestum tilfellum aðeins hluti af sókn fyrirtækisins í samkeppninni. Traust viðskiptavina á fyrirtækinu öðlast oftast nær utan netsins með stuðningi góðrar vefsíðu.


Lotukerfi leitarvélabestunar

Searchengineland.com hefur sett upp kerfi (nokkurskonar lotukerfi) fyrir leitarvélabestun eða SEO.

Lotukerfi leitarvélabestunar skiptist í þrjá megin flokka:

  • Innri aðgerðir
  • Ytri aðgerðir
  • Refsiverðar aðgerðiir
Ein einstök aðgerð í kerfinu skilar ekki árangri heldur samvinna allra aðgerða. Aðgerðir til leitarvélabestunar hafa mismunandi vægi, allt frá +3 sem gefur mikinn árangur til -3 sem er leitarvélarnar refsa fyrir.

Search Engine Land Periodic Table of SEO Success Factors