Hvað er inntaksmarkaðssókn, um hvað snýst hún? | Greinar, markaðsmolar og pistlar um málefni internetsins

Hvað er inntaksmarkaðssókn, um hvað snýst hún?

inntaksmarkadssokn

Inntaksmarkaðssókn, (e.Content Marketing) er áberandi í helstu bloggsíðum sem fjalla um markaðsmál á netinu. En hvað er inntaksmarkaðssókn og fyrir hverja er hún? Í stuttu máli má segja að inntaksmarkaðssókn gangi út á það að nota miðla til þess að upplýsa og uppfræða neytendur í stað þess að nota þá til þess að selja þeim vörur. Content Marketing Institude lýsir þessu svona "Content marketing is a marketing technique of creating and distributing valuable, relevant and consistent content to attract and acquire a clearly defined audience – with the objective of driving profitable customer action."

Grunnhugmynd þessarar aðferðar er sú að með því að vera stöðugt að upplýsa og uppfræða neytendur um málefni (sem væntanlega varðar gildi vörunar eða þjónustunnar sem verið er að selja) mun það skila sér með breyttri kauphegðun (væntanlega vörukaupum) og tryggð við vörumerkið. Til þess að skýra þetta enn betur má skoða dæmi: Steinull hf Steinull gefur út ótal bæklinga og bækur um einangrun bygginga auk þess sem vefsíðan þeirra er pökkuð af fróðleik. (www.steinull.is) Með því að upplýsa fólk byggir fyrirtækið upp traust og eykur þar með líkurnar á því að vörur þeirra verði keyptar. Colgate inc. Tannkremsfyrirtækið Colgate heldur úti mjög fróðlegum og upplýsandi vef um almenna tannaheilsu. (http://www.colgate.com//app/CP/US/EN/OC/Information.cvsp) Fræðslusetur Colgate hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um tannaheilsu sem allur almenningur skilur. Ef til dæmis neytandi er að leyta eftir upplýsingum varðandi tannkul er þar að finna mjög fróðlegt vídeó sem leitast við að fræða áhorfandann um þennan kvilla, af hverju hann stafar og hvað sé til ráða. Hér eru nokkur ráð undir Markvís rifjunum:

  • 1. Gagnsæi Efnið sem sett er fram þarf að vera gagnsætt. Ekki vanmeta neytendur. Ef einstaklingur fer á vefsíðuna þína, facebooksíðuna eða les bloggið þitt til þess að fræðast þýðir ekki að lauma inn í textann eða myndina einhverjum „ósýnilegum“ skilaboðum um að kaupa þína vörur umfram aðrar. Neytendur eru klárir og pirrast fljótt þegar verið er að reyna að plata þá.
  • 2. Beinskeytt markhópagreining Það er ekki hægt að upplýsa alla um allt á öllum tímum. Best er að hafa vel skilgreindan markhóp í huga þegar efni er búið til. Markaðsfræðin (þessi hefðbundna) kennir okkur að skilgreina markhópa og hvernig á að beina spjótunum á þá. Það sama gildir um inntaksmarkaðssókn.
  • 3. Gagnvirkni Einn af bestu eiginleikum netsins er hversu auðvelt er að eiga samskipti við fólk. Samfélagsmiðlar, tölvupóstur og blogg eru miðlar sem notaðir eru til samskipta við fólk. Ef þú eða fyrirtækið sérhæfir sig í einhverju þá er sennilega einhver þarna úti sem vill fræðast nánar. Nýttu þér samfélagsmiðla eins og kostur er en farðu varlega með öll samskipti. Forðastu skemmdu eplin þarna úti.
  • 4. Þetta snýst ekki allt um þig og fyrirtækið þitt Þegar þú rekst á efni frá öðrum sem þú heldur að henti þínum markhópi þá er ekkert því til fyrirstöðu að deila því. Farðu samt varlega og hafðu alltaf hag neytandans í huga. Er efnið í samræmi við óskir og þarfir þeirra?
  • 5. Veru alltaf að mæla árangur Til þess að ná árangri þarf stöðugt að vera að mæla árangur. Hvað er það sem virkar? Ef eitthvað einstakt efni eða efnistök virkar vel notfærðu þér það. Mældu viðbrögðin hjá neytendum. Komdu þér upp kerfi til þess að mæla árangur og notfærðu þér greiningartæki sem bjóðast á netinu (google analytics og facebook analytics o.fl.) Til að fræðast meira um inntaksmarkaðssókn eða Content Marketing mælum við með þessu myndbandi:http://youtu.be/dKgRGyjd_sM