Nýtt reiknirit (algorythm) frá google hampar snjallsíðum.

Nýtt reiknirit (algorythm) frá google hampar snjallsíðum.

gogle
algorythm 2015

Nýtt reiknirit (algorythm) frá google hampar snjallsíðum. Þann 21. Apríl síðast liðinn uppfærði google algorythma leitarvélarinnar til þess að gera leitarniðurstöður snjalltækjavænni. Þetta þýðir á einföldu máli að vefsíður sem ekki eru sérstaklega gerðar til þess að birtast á snjallsímum eða spjaldtölvum færast aftar í leitarvélaniðurstöðum þegar leitað er með slíkum tækjum.

Samkvæmt rannsóknum ComScore er netnotkun á snjalltækjum nú þegar orðin meiri en á PC og fartölvum.  Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að 48% notenda snjallsíma hefja notkun með því að leita á netinu. Fara semsagt á google til að finna það sem þeir leita eftir.
Vefsíður sem gerðar voru fyrir nokkrum árum eru líklegri til þess að falla utan við skilgreiningu google um snjallsímavæna vefsíðu og lenda þar af leiðandi aftar í leitarvélaniðurstöðum á snjalltækjum. Þetta getur verið bagalegt fyrir fyrirtæki sem treysta meir og meir á netið sem uppsprettu viðskipta.

En hvað er til ráða?

Það fyrsta sem þarf að athuga er hvort síðan falli innan eða utan ramma skilgreiningar google sem snjalltækavæn síða. Til þess hefur google sett upp síðu þar sem þú getur athugað þetta sjálf/ur með því að setja vefslóðina þína inn í leitar strenginn og smella svo á Analyze. Sjá hér. Eftir stutta stund koma niðurstöðurnar og þar sérðu hvort síðan sé snjallsímavæn eða ekki.
Ef niðurstaðan er neikvæð þá þarftu að meta það hvort það borgi sig að láta lagfæra síðuna, endursmíða hana eða að láta hana vera eins og hún er og vona það besta. 

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir fyrir fyrirtækin?

Fyrir langflest fyrirtæki hér á Íslandi er í raun ekki um lífsspursmál að ræða þótt google breyti einhverju reikniriti. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Stjórnendur flestra fyrirtækja sem nota heimasíður sínar til að afla tekna hafa þegar gert breytingar eða uppfært sínar síður hafi þær ekki verið smíðaðar sem snjallsíður fyrir. Samkvæmt lauslegri athugun Markvís eru þó æði margar fyrirtækjasíður sem ekki munu koma ofarlega í niðurstöðum leitarvélarinnar þegar notuð eru snjalltæki.

Fyrir Joomla notendur er til ódýr lausn.

Markvís byggir sína vefsmíði á vefumsjónakerfinu Joomla! sem er frítt kerfi sem stöðugt er í þróun. Þeir sem voru svo forsjálir að smíða sínar vefsíður með joomla (frá útg. 2.5) geta á einfaldann hátt hlaðið inn í kerfið smáforriti sem gerir það mögulegt að hægt er að laga síðuna svo hún verði snjallsímavæn. Þó svo að aldrei sé hægt að umbreyta gömlum vefsíðum til jafns við nýjar síður sem sérstaklega eru skrifaðar með skjáaðlögun í huga þá er hægt að spara mikla fjármuni með slíkum aðgerðum.