Markaðssetning á netinu skiptir sköpum fyrir öll fyrirtæki

Markaðssetning á netinu skiptir sköpum fyrir öll fyrirtæki

markaðssetning

Ekkert fyrirtæki er of lítið fyrir markaðssetningu á netinu

Þau fyrirtæki sem nýta sér netið til markaðssetningar og gera það með réttum hætti vegnar betur í samkeppninni.

Markaðssetning á netinu er kostur sem hentar öllum fyrirtækjum sama af hvaða stærð þau eru, jafnvel er það nauðsynleg mörgum fyrirtækjum að markaðssetja á netinu til þess að lifa af samkeppnina. Markaðssetning á netinu er ekki síst góður kostur fyrir smærri fyrirtæki og einyrkja þar sem hægt er að ná góðum árangri með tiltölulega litlum tilkostnaði. .


Ekki spyrja hvort heldur hvenær þú ætlar að nota netið í markaðssókninni

Ásamt því að smíða vefsíður og að hjálpa fyrirtækljum við leitarvélabestun aðstoðum við þau við markaðssetningu á netinu. Við setjum upp fyrirtækjasíður á samfélagsmiðlunum, útbúum auglýsingar fyrir facebook og google AdWord, hönnum einfalda vefborða fyrir netauglýsingar og komum þér á framfæri á ja.is (1818.is)með flottum kynningarfronti. Við skipuleggjum og framkvæmum einnig kynningarherferðir með tölvupósti. Hafðu samband við okkur fyrir nánari upplýsingar.


Hver er helsti ávinningur við að markaðssetja á netinu?

Það felast engir galdrar í því að koma sér á framfæri á netinu. Það eina sem þarf er hugvit og áræðni, ekki krónur og aurar.


bein markadssokn

Bein markaðssókn

Það hefur aldrei verið auðveldara að ná til markhópa þar sem hver einasti notandi skilgreinir sjálfur hvaða markhópi hann tilheyrir og hverju hann sækist eftir með notkun netsins. Það er þitt að notfæra þér það.

laegri kostnadur

Lægri óvissukostnaður

Þegar auglýst er í prent-eða ljósvakamiðlum getur maður aldrei verið viss um að ná til væntanlegra viðskiptavina. Það er alltaf ákveðin óvissa. Með netinu er mögulegt að minnka þessa óvissu.

hentugleiki

Mikill hentugleiki

Upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri eða vörur sem þú selur á vefsíðunni eru aðgengilegar allann sólahringinn allan ársins hring. Flestir sem leita eftir vörum eða upplýsingum nota netið á kvöldin.

maelanlegur arangur

Mælanlegur árangur

Vegna þess hve auðvelt er að stjórna markaðsherferðum á netinu er hægt að prufa margar útgáfur. Þetta eykur líkurnar á því að kostnaður við markaðssetningu skili sér og jafnvel gott betur.


Mögulegar leiðir til markaðssetningar á netinu

Netið hefur óendanlega möguleika sem markaðstæki. Jafnframt því að hægt er að birta texta, hljóð og hreifimyndir gefur netið möguleika á að selja vöru eða þjónustu beint til neytenda án þess að hann þurfi að hreyfa sig af stólnum sínum. Þannig er netið gagnvirkur miðill, ólíkt til dæmis dagblöðum og sjónvarpi.


markpostur

Markpóstur á netinu

Markaðssetning með tölvupósti getur verið árangursrík leið til þess að koma skilaboðum til markhópsins. Með einföldum hætti er hægt að koma fyrir skrásetningarformi á vefsíðu þar sem fólki er boðið upp á að gerast áskrifendur að fréttabréfi, skrá sig á námskeið, taka þátt í könnun eða fá send sérstök tilboð frá fyrirtækinu svo eitthhvað sé nefnt. Flest fyrirtæki eiga í sínum fórum upplýsingar um viðskiptavini sem mögulegt er að nýta til þess að gera skilaboðin persónulegri. Einnig er mögulegt að kaupa netfangalista með fyrirfram skilgreindum . Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar og verðhugmyndir

auglysingabordar

Auglýsingaborðar á netmiðlum og bloggsíðum

Netið er ein alsherjar upplýsingaveita. Þangað leitar fólk eftir nánast öllu á milli himins og jarðar. Netið er eins og aðrir miðlar fullir af misgóðum auglýsingum eða vefborðum eins og þeir kallast á fagmáli. Við mat á gæðum þeirra lúta vefborðar sömu lögmálum og aðrar auglýsingar, þær þurfa að ná athygli, vekja áhuga og löngun og hvetja til framkvæmdar. Tæknilegir möguleikar netsins sem auglýsingamiðils eru meiri en nokkurs annars miðils. Ef óskað er getur Markvís séð um að útbúa einfalda vefborða gegn vægu gjaldi. Hafðu samband

facebook auglysingar

Auglýsingar á facebook

Facbook auglýsingar eru svipaðir og vefborðar að því leiti að smelli einhver á borðinn tekur vafrinn viðkomandi á fyrirfram gefna vefsíðu (til dæmis heimasíðuna þína eða sérstaka síðu sem útbúin er fyrir auglýsinguna). Auglýsing á facebook er einnig notuð til þess að beina athyglinni á sérstaka facebook síðu fyrirtækisins eða félagasamtakana. Til dæmis með „like“ hnappi.

Ef rétt er að staðið geta auglýsingar á facebook skilað miklum árangri en þær geta líka verið ein alsherjar peningasuga. Þar sem aðeins er greitt í hvert sinn sem einhver smellir á auglýsinguna þarf að koma því þannig fyrir að hún birtist á rétta markhópinn og lendingarsíðan (síðan sem auglýsingin beinist að) þarf að vera hnitmiðuð, vekja áhuga og leiða til þess að markmiðum auglýsanda sé náð. Til dæmis með sölu eða áskrift.

Markvís sér um að auglýsa fyrir þig á facebook og ef óskað er stofnað facebook síður, eða tengja núverandi síður við vefsíðuna þína. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.

auglysingar a google

Auglýsingar á google

Google auglýsingar eru dæmi um hvert þróun undanfarinna ára hefur leitt markaðssókn á netinu. Auglýsingar á google eru í grundvallaratriðum tvennskonar. Annarsvegar eru keyptar leitarniðurstöður en þá kaupirðu þér pláss efst í leitarniðurstöðum ákveðinna lykilorða. Skoða betur hér

Hinsvegar er möguleiki á að setja upp vefborða sem birtast á síðum hjá þeim sem starfa í samvinnu við google með birtingu auglýsinga á sínum vefsíðum. Möguleikarnir til þess að ná til afmarkaðs markhóps eru miklir þar sem google notar upplýsingar notenda sinna óspart til þess að markaðssetja til þeirra. Þannig gæti til dæmis áhugamaður um fluguhnýtingar séð íslenskar auglýsingar á erlendum vefsíðum um málefnið ef þess er óskað. Möguleikarnir til þess að njörva niður stað og stund og fyrir hvaða markhóp auglýsingin birtist eru næanast ótæmandi. Á svipaðan hátt og hjá facebook er greitt fyrir hvert skipti sem smellt er á auglýsingaborðann eða auglýsingatextann. Hver heimsókn á lendingarsíðuna (sem hægt er að búa til sérstaklega fyrir auglýsinguna) þarf því að skila árangri.


Samfélagsmiðlar eru samkomuhús internetsins

Samfélagsmiðlar eru netmiðlar þar sem fólk getur tjáð sig og átt samskipti sín á milli opinberlega um hvaða málefni sem er nánast án ritskoðunnar. Oft er fólk að blogga um vörur og þjónustu fyrirtækja og segja skoðanir sínar á þeim kynroðalaust. Orðspor er því fljótt að berast milli manna. Það má því segja að Gróa á Leiti sé snúin aftur og haslar sér nú völl í netheimum. Undanfarin ár hefur notkun samskiptamiðla á netinu vaxið jafnt og þétt og augu fyrirtækja beinast í sífeldum mæli til þeirra með því markmiði að eiga samskipti við neytendur.

facebook auglýsingarFacebook er líklega sá samskiptamiðill sem vaxið hefur mest undanfarin ár. Fyrirtæki eru í auknum mæli og skrá sig með sínar vörur og þjónustu á samskiptamiðilinn. Ákveðin hætta getur falist í þátttöku fyrirtækja á samfélagsmiðlum. Neikvæð umræða getur borist hratt um netheima. Áður en ákveðið er að fara þessa leið verður fyrirtækið að undirbúa það jafn vel og annað í markaðssókninni og spyrja sig; Hvert er markmiðið með þáttöku.

google plusGoogle+ er samfélagsmiðill í sókn. Stofna þarf google reikning og með þeim reikningi er hægt að nýta sér margvíslega þjónustu sem Google Enterprise býður upp á. Til dæmis Google Analytics, Google Trend svo eitthvað sé nefnt. Við getum aðstoðað við stofnun google reikninga ásamt því að við setjum tengil á vefsíðuna ef óskað er.

twitter logoTwitter er sniðugur miðill til þess að efla tengslanetið. Þetta er sennilega næst vinsælasti samfélagsmiðillinn á eftir facebook og færist sífelt í aukana. Við getum hjálpað með: 1. Stofna og setja upp Twitter reikning 2. Setja upp Twitter Share takka á vefsíðu 3. Setja Tweed vegg á heimasíðuna þína svo geti tíst á Twitter vegginn þinn. 

Pinterest logoPinterest er samfélagsmiðill í mikilli sókn en fremur lítið notað hér á landi ennþá. Þessi miðill leggur áherslu á myndræna framsetningu sem hentar sérlega vel fyrir mörg fyrirtæki og félagasamtök. Við getum, eins og fyrir aðra miðla, sett upp tengingu af vefsíðunni þinni inn á Pinterest síðuna þína.

Við hjá Markvís tökum ekki að okkur að blogga fyrir þig á facebook eða öðrum samfélagsmiðlum en við gætum átt góð ráð upp í erminni sem hjálpar þér við að notfæra þér þá.

þinn eigin samfélagsmiðillÞinn eigin samfélagsmiðill. Ef þú vilt blogga um málefni sem tengjast fyrirtækinu eða félagasamtökunum (eða bara þínu prívat málelefnum) getum við stofnað þitt eigið blogg á vefsíðunni þinni. Með slíku bloggi geturðu átt samskipti við fólk sem áhuga hefur á því sem þú ert að gera. Þú getur valið um það hvort þú býrð til lokað samfélag á síðunni þinni eða hefur það fyrir almenning