Vefhönnun og vefsíðugerð fyrir joomla

Vefsíðugerð með Joomla vefumsjónakerfinu

vefumsjonakerfi

Vefhönnun og vefumsjónakerfi

Vel hönnuð vefsíða þarf í senn að vera einföld en þó skalanleg fyrir allar skjástærðir, notendavæn með gott og áhugavert efni og hafa léttbyggt og aðgengilegt vefumsjónakerfi.

Vefhönnun hefur breyst mikið frá því að fyrstu vefsíðurnar sáu dagsins ljós. HTML forritunarmálið olli byltingu þegar það var fundið upp árið 1990 og skömmu síðar birtist fyrsta vefsíðan á veraldarvefnum eins og hann var kallaður í þá daga. Nokkrum árum eftir að fyrsta vefsíðan fór í loftið, árið 1996, var fundið upp kóðakefi sem var samofið HTML og átti eftir að bylta vefsíðugerð enn meir en þetta var svokallað CSS eða Cascading Style Sheet forritunarmálið. Bæði þessi forritunarmál eru notuð enn í dag þó svo að mikil þróun hafi átt sér stað. Í dag eru meira en 3 milljarðar notenda á netinu og fer vaxandi.


Markvís notar joomla vefumsjónakerfið

joomla.org.

Þegar kemur að því að velja vefumsjónakerfi fyrir fyrirtækjasíður, heimasíður félagasamtaka eða persónulegar vefsíður og bloggsíður fyrir einstaklinga er úr mörgu að velja. Flestir þeir sem leita eftir tilboðum við vefsíðugerð vilja hafa hana á „viðráðanlegu“ verði eða gegn eins vægu gjaldi og mögulegt er.

Með því að nota Joomla vefumsjónakerfið þarf ekki að greiða neina „leigu“ eða notkunargjöld þar sem það er ókeypis og eign allra í raun. Úrval af leiðbeiningum um notkun kerfisins gerir þeim sem óvanir eru vefsmíði auðvelt fyrir. Kerfið er í stöðugri þróun og mánaðarlega er kerfið uppfært með nýjungum og öryggiskóðum.

Fjöldi stórra og smárra fyrirtækja, félagasamtaka og opinberra stofnana nota Joomla vefumsjónakerfið. Nýjasta uppfærslan Joomla 3+ hefur þá eiginleika að hægt er að skrifa og endurbæta greinar frá framenda vefsíðunnar, þurfa ekki að nota stjórnunarviðmót kerfisins.

Einn af megin kostum við vefsíðugerð með joomla er sá að til eru þúsundir vefþema, vefhönnunar (e.Templates)og tengiforrita (e.plugins) sem hægt er að kaupa gegn mjög vægu gjaldi og í mörgum tilfellum fæst það ókeypis. Allt þetta gerir vefsíðugerð og vefsmíði með joomla hagkvæmasta kostinn sem völ er á.


Veldu vefþemu sem hentar þínum þörfum

Markvís er í samstarfi við nokkur öflug vefhönnunarfyrirtæki sem smíða vefþemu og tengiforrit sem henta öllum stærðum vefsíðna. Allar vefsíður sem við smíðum eru skalanlegar; það er að segja þær eru snjallsíður. Snjallsíður aðlaga sig sjálfkrafa að öllum skjástærðum og eru því auðnotaðar á símtækjum, spjaldtölvum jafnt sem far-og borðtölvum.

Joomlart er nútíma hönnunarfyrirtæki

Veldu haglega smíðaðar snjallsíður

Vefþemu frá Joomlart eru ávalt uppfærð miðað við nýjustu tækni og hafa flotta og sveigjanlega hönnun. Ef þú ert að leita eftir snjallsíðu það er vefhönnun sem aðlagar sig að mismunandi stærð af skjám, hefur flotta virkni á valmynd (e.menu) ásamt fleiri skemmtilegum græjum þá hefur Joomlart sniðið fyrir þig. Markvís er meðlimur í vefhönnunarklúbbi Joomlart og hefur því aðgang að tæknilegri aðstoð við sérstök verkefni.

joomlart

joomlaplates

JoomlaPlates er gamalgróin og traust vefsmiðja

Fáðu þér klassíska og trausta snjallsíðu

Þetta “gamalgróna” hugbúnaðarfyrirtæki smíðar klassískar vefþemu sem auðvelt er að vinna með. Mynd og textavinnsla frá forsíðum (e.front end) er sérlega auðveld og henta mörg snið JoomlaPlates þeim sem oft vilja uppfæra texta og myndir. Flest vefsnið laga sig að stærð skjáa. JoomlaPlates er byggt á gömlum grunni þar sem þekking og fagmennska er í fyrirrúmi.


Joomlashack smíðar nútímalegar þemu

Veldu þér litríka og nútímalega vefsíðu

Frá Joomlashack koma líklegast nútímelgustu vefþemun þar sem lögð er áhersla á flotta framsetningu mynda og bakgrunna. Joomlashack vefþema er auðvelt að vinna með og sérlega einfalt að breyta litum og bakgrunnsmyndum. Ef þú vilt setja upp jólaútlit í desember er það gert með einu handtaki. Flest vefsniðin eru snjallsíður sem laga sig að stærð skjáa.

joomlashack

joomfx

Joomfx er ung og upprennandi vefsmiðja

Fáðu þér SEO væna vefsíðu frá Joomfx.

Joomfx er nýlegt fyrirtæki sem skipað er fáeinum águgasömum vefhönnuðum. Sammerkt er með vefþemum frá Joofx að þau eru nútímaleg, leitarvélavæn og einföld. Joomfx notar Gantry sem er einn besti vefgrunnur sem til er í síðurnar sínar. Nýlega settu þeir upp öflugt aðstoðarkerfi og bloggsíðu þar sem hægt er að fá góða tæknilega aðstoð.


Joomla51 er eitt af okkar uppáhalds fyrirtækjum

Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá Joomla51

Joomla51 er reynslumikil vefsmiðja sem smíðar mörg af skemmtilegustu vefþemunum sem til eru. Ein sterkasta hlið fyrirtækisins eru tengiforritin sem þeir smíða. Vefþemu þeirra eru allar skalanlegar og sérstaklega auðvelt að breyta um liti og útlitsstillingar. Á vefsíðu fyrirtækisins er mjög gott kennsluefni fyrir byrjendur.

joomla51