Markaðsmiðuð vefsíðugerð og leitarvélabestun | Vefsíðugreining fyrir leitarvélabestun

Markaðsmiðuð vefsíðugerð og leitarvélabestun

Markvís smíðar heimasíður fyrir einstaklinga og skalanlegar vefsíður fyrir fyrirtæki. Allt gegn vægu gjaldi

Markaðsmiðuð vefsíðugerð og leitarvélabestun

Við sérhæfum okkur í markaðsmiðaðri vefsíðugerð, nýstárlegri vefhönnun og smíði á snjallsíðum
vefsíðugerð

Snjallsíður sem aðlaga sig að skjástærðinni

Allar vefsíður og heimasíður sem Markvís vefsíðugerð smíðar eru snjallsíður.

Snjallsíður eru skalanlegar eða responsive, þær breytast sjálfkrafa og aðlaga sig að þeim skjá sem verið er nota. Hvort sem verið er að skoða vefsíðuna í snjallsíma, með spjaldtölvu eða fartölvu aðlagar hún sig að skjá stærðinni. Þegar vefsíða er hönnuð og smíðuð verður að hafa þennan möguleika í huga. Öll svæði á síðunni þar sem efnisinntak vefsíðunnar (e.content) birtist verður að lúta ákveðnum lögmálum til þess að þetta sé mögulegt. Þetta á við hvort sem verið er að smíða vefverslun eða venjulega upplýsingasíðu. Það sama á við um myndir. Myndir sem breiða úr sér á stórum flatskjá gætu litið illa út í litlum snjallsíma. Þess vegna verður að huga að þessum atriðum í uppafi heimasíðugerðarinnar.


Við erum lítið fyrir það að byrja á öfugum enda. Þess vegna notum við ákveðið ferli við vefsmíðina.

Ferill vefsíðugerðar

Áður en við hefjum smíði á vefsíðunni þinni eða gefum þér fast verðtilboð þurfum við að meta og greina þörfina. Það eru tvær leiðir til þess að gera slíka greiningu. Þú getur í fyrsta lagi fyllt út tilboðsformið okkar sem þú finnur hér og sent okkur. Í öðru lagi geturðu haft samband við okkur og við förum saman í gegnum það hvaða þarfir og óskir þú hefur um virkni og útlit síðunnar. Það skiptir miklu máli að vanda vel til þessarar greiningar þar sem erfitt getur reynst er að snúa til baka þegar vefsmíðin er hafin. Á þessu stigi er gott að gera sér grein fyrir því hvort vefsíðan sé hluti af stærra markaðsátaki. Þetta er mikilvægt vegna tímasetninga markaðsátaks en einnig verður hönnun vefsíðunnar að miðast við það. Þú getur skoðað grunnverð á vefsíðum hér

Útlit vefsíðunnar og aðgengi þeirra sem heimsækja hana skiptir miklu máli. Þú getur valið úr þúsundumvefsniða. Vefsnið er uppbygging og útlitshönnun síðunar. Í greiningaferlinu reynum við að njörva niður þá hönnun sem hentar best fyrir þig og það sem þú vilt að vefsíðan geri fyrir þína viðskiptavini. Við hjálpum þér við valið.

Mögulegt er að nota Joomla vefumsjónakerfið án nokkurra aukaforrita. Aukaforrit (eða "extentions" og "plugins".) eru sérstök forrit sem sett eru upp í Joomla og notuð til þess að auka virkni vefsíðunnar. Aukaforrit framkvæma aðgerðir eins og slædsmyndasýningu, sýna kort í google map, myndaalbúm, tengingu við You Tube, spjallrás og fleira og fleira. Mörg slíkra forrita eru ókeypis en annars eru þau seld gegn vægu gjaldi. Alltaf er hægt að bæta slíkum forritum við vefsíðuna þegar hentar en gott er að gera sér grein fyrir í upphafi hverskonar virkni þú vilt á vefsíðuna.

Efnisinntak vefsíðu er mikilvægasti hluti síðunnar. Texti og myndir er það sem fær fólk til þess að staldra við á síðunni, segja vinum sínum frá henni og heimsækja hana aftur og aftur. Vanda þarf mjög til verka þegar saminn er texti og myndir valdar til þess að birta á vefsíðunni. Þessi hluti vefsmíðinnar er einnig sá tímafrekasti. Best er að vinna efnisinntak í samræmi við útlit og hönnun síðunnar án þess að það komi niður á gæðum inntaksins. Við tökum að okkur texta-og myndvinnslu ef óskað er en ávalt í nánu samstarfi við verkkaupa.

Þegar lokið er við að setja inn efni og verkkaupi er orðinn sáttur við vefsíðuna er hún prófuð og kóðahreinsuð. Prófun fer þannig fram að vefsíðan er skoðuð síðu fyrir síðu með ýmsum tækjum (snjallsíma, spjaldtölvu og þess háttar) og kannað hvort allir tenglar virki eins og til var ætlast. Að lokinni prófun fer fram athugun á því hvort er forritunarmálin sem vefsmíðan er skifuð með séu réttir samkvæmt w3schools er vefsíða fyrir forritara og vefhönnuði sem smíða vefsíður með ýmsum forritunarmálum. Þetta er mikilvægt til þess að vefsíðan birtist eins og til er ætlast í öllum vöfrum en þetta er ekki síður mikilvægt til þess að leitarv+elar eins og google finni vefsíðuna og skrái hana rétt. Á þessu stigi er framkvæmd grunn leitarvélabestun. Vefsíðan er tengd við google analytics sem er vefgreiningartæki frá google sem fylgist með og greinir heimsóknir á síðuna. Webmaster tools er verkfæri þar sem stjórnað er hvernig síðan er skráð hjá google. Auk þess er mögulegt að tengja við aðrar leitarvélar eins og bing eða yahoo

Að lokinni innsetningu efnis, prófunum og leitarvélabestun er vefsíðan sett í loftið. Það er mikilvægt að fjárfesting í vefsíðugerð skili sér. Ef viðskiptavinur hefur hug á því að láta sem flesta vita af því að vefsíðan sé tilbúin er gotta að nýta sér samfélagsmiðla og/eða tölvupóst til þess. Markvís getur hjálpað við að skipuleggja og framkvæma slíkt markaðsátak eða með því að auglýsa hana á netinu með vefborðum.
Smelltu hér til að hafa samband

Við smíðum snjallsíður með Joomla, ókeypis vefumsjónarkerfinu

Markvís notar aðalega joomla vefumsjónakerfið til að smíða vefsíður. Joomla er eitt fullkomnasta vefumsjónakerfi sem til er, auk þess sem það er ókeypis og óháð eign fyrirtækja. Joomla vefumsjónakerfið er smíðað af samfélagi fjölda fólks um allan heim sem leggur fram vinnu sína án endurgjalds. Allir sem eitthvað hafa fram að færa geta lagt samfélaginu lið. Hvort sem það er flókin kóðagerð fyrir forritið eða að hella upp á kaffi á ráðstefnum.

Með Joomla er mögulegt að smíða vefsíður sem henta jafnt einstaklingum með einfaldar blogg síður og stórum alþjóðlegum fyrirtækjum með flóknar gagnvirkar vefsíður.

joomla

Engin leiga fyrir notkun Joomla

Þar sem Joomla! vefumsjónakerfið er frjálst, óháð og ókeypis greiðir þú hvorki leigu fyrir notkun þess né fyrir forritun eða hönnun grunnkerfisins. Það eina sem þú greiðir fyrir er uppsetning á vefþjóni, uppsetning á sérstökum vinnsluforritum ásamt vinnu við efnisinnsetningu (á myndum og texta). Nánar um verð á vefsíðum hér

Skoðaðu stofnanir og fyrirtæki sem nota Joomla vefumsjónakerfið. Þú getur valið að smíða eða uppfæra vefsíðuna upp á eigin spýtur eða ráðið til þess þann sem þú óskar. Skoðaðu verðhugmyndir af einföldum vefsíðum.

Sérstakar lausnir. Möguleikarnir eru endalausir

Flest fyrirtæki vilja sérstakar lausnir fyrir sína vefsíðu. Líklegt er að slíkar sérlausnir sé þegar til fyrir Joomla! Til sölu gegn mjög vægu gjaldi. Til eru þúsundir slíkra lausna fyrir vefumsjónakerfið sem notaðar hafa verið áður. Það þarf því ekki að finna upp hjólið aftur. Hvort sem þú þarft að hafa möguleika á spjallrás, myndaalbúmi, umsóknarformi, video afspilun eða möguleikann á að viðskiptavinir geti hlaðið niður skrám þá er það til í Joomla. Þurfirðu að setja upp vefverslun eða viðskiptamannakerfi er það til fyrir Joomla!. Ef svo ólíklega vill til að þú hafir sérstakar þarfir sem aldrei hafa verið notaðar fyrir joomla, er leikur einn að láta eitthvert af þeim tugum fyrirtækja sem þróa forrit fyrir joomla bjóða í verkefnið. Þannig seturðu ekki öll vefsíðueggin þín í sömu körfunni. Markvís aðstoðar þig við að velja og setja upp sérstakar lausnir fyrir þína vefsíðu.