Verðhugmynd. Hvað kostar að gera vefsíðu sem lagar sig að öllum skjám?

Hvað kostar að gera vefsíðu sem lagar sig að öllum skjám?

hvað kostar vefsíða

Við litum á kostnað við vefsíðugerð sem fjárfestingakostnað

Vefsíða er fjárfesting sem bætir þjónustuna við viðskiptavini og gerir fyrirtækið samkeppnishæfara á markaði.

Til þess að þrífast í nútíma markaðsumhverfi verða fyrirtæki, félagasamtök og einyrkjar að hafa vefsíðu. Kostnaður við vefsíðugerð getur verið umtalsverður ef ætlunin er að nota hana í þeim tilgangi að selja vörur eða þjónustu og/eða bjóða gagnvirk samskipti við viðskiptavini. Vanda þarf því valið í upphafi vefsíðugerðarinnar og gera ítarlega þarfagreiningu.


Skipting kostnaðar við smíði nýrrar heimasíðu

Kostnaður við vefsíðugerð er mjög breytilegur og fer eftir því hversu mikla vinnu þarf að leggja í að forvinna og setja inn efni (myndir og texta). Kostnaðurinn við gerð heimasíðunnar getur því verið allt frá nokkrum tugum þúsunda fyrir einfaldar síður upp í nokkur hundruð þúsund krónur og þaðan af meira.


lén og hysing

Leiga á léni og hýsingu

Þegar vefsíða er smíðuð þarf að leigja lén og hýsingu. Þessi tveir þættir eru óhjákvæmilegir. Kostnaðurinn við lén-og hýsingarleigu er um það bil 25 - 30.000 kr á ári. Eftir að lén er fengið og tenging þess við hýsingaraðila hefur átt sér stað er fyrst hægt að hefja smíði heimasíðunnar.

joomla vefur

Kaup á vefþemum og tengiforritum

Þar sem Joomla vefumsjónakerfið er ókeypis er kostnaður við uppsetningu aðeins háð kaupum á vefþemu auk nauðsynlegra tengiforrita ásamt vinnu við uppsetningu. Vinna við uppsetningu kerfisins getur verið mismikill eftir stærð og umfangi síðunnar.

SEO

Innsetning texta og mynda

Texta-og myndvinnsla er oftast sá þáttur sem tekur lengstan tíma við vefsíðugerðina og sá þáttur sem skiptir einna mestu máli varðandi virkni og árangur vefsíðunnar. Við alla texta-og myndvinnslu þarf að huga vel að leitarvélabestun vefsíðunnar strax í uphafi.


Hver er helsti ávinningur við að eiga vefsíðu?

Margir eru sammála um það að vefsíður fyrirtækja séu jafn nauðsynlegar og að hafa síma svo viðskiptavinir geti haft samband.


checkmark

Auðveldar val neytenda

Margir neytendur byrja fyrst á því að leita að vörum eða þjónustu á netinu áður en ákvörðun um kaup eru gerð. Þau fyrirtæki eða stofnanir sem ekki eiga vefsíðu gætu orðið útundan í samkeppninni.

checkmark

Ódýr kynningarmáti

Vefsíða sem smíðuð er með leitarvélabestun að leiðarljósi getur auðveldlega náð til þúsunda tilvonandi viðskiptavina. Auglýsingamáttur heimasíðunnar getur því verið hagkvæmasti kosturinn í kynningarmálum.

checkmark

Opið allann sólahringinn

Upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri eða vörur sem þú selur á vefsíðunni eru aðgengilegar allann sólahringinn allan ársins hring. Flestir sem leita eftir vörum eða upplýsingum nota netið á kvöldin.

checkmark

Minni rekstrarkostnaður

Gagnleg vefsíða getur sparað kostnað við prentun bæklinga og fréttabréfa. Með gagnvirkri vefsíðu er hægt að setja upp pantanakerfi sem sparar starfsmannakostnað og býður upp á skilvirkari niðurstöður.


Fáðu verðtilboð í þína vefsíðu

Við höfum búið til útfyllingarform þar sem þú getur valið um það hvernig þú vilt að vefsíðan þín virki. Fylltu út formið, sendu okkur og við munum gefa þér verðtilboð í heimasíðuna þína án skuldbindinga af þinni hálfu.

Smelltu hér


Einstaklingar

Fyrir bloggið og ferðalagið

Kr95þús

 • Vefhýsing 1 ár
 • Uppsetning vefumsjónakerfis
 • Uppbygging vefsíðu
 • Vinnsla á efni
 • Innsetning efnis
 • Kennsla 1 klst.
 • Leitarvélabestun
 • uppfærsla og eftirlit

Fyrirtæki

Fyrir þá framsæknu

Kr195þús

 • Vefhýsing 1 ár
 • Uppsetning vefumsjónakerfis
 • Uppbygging vefsíðu
 • Vinnsla á efni
 • Innsetning á efni
 • Kennsla 2 klst.
 • Skráning á google
 • Leitarvélabestun
 • uppfærsla og eftirlit

Félagasamtök

Fyrir bloggið og fréttirnar

Kr75þús

 • Vefhýsing 1 ár
 • Uppsetning vefumsjónakerfis
 • Uppbygging vefsíðu
 • Vinnsla á efni
 • Innsetning á efni
 • Kennsla 1 klst.
 • Leitarvélabestun
 • uppfærsla og eftirlit