Algengar spurningar og svör um vefsíðugerð og leitarvélabestun

Algengar spurningar og svör

Tíminn sem það tekur að smíða vefsíðu sem tilbúin er fyrir almenning getur verið háður mörgum þáttum eins og inntaki og uppbyggingu síðunnar. Einföld vefsíða með þremur til fjórum möguleikum í valmynd (e. menu) getur tekið eina til tvær vikur að smíða. Flóknari síður með sérhönnuð forrit og öðrum kóðaskrifum getur tekið allt frá 2 uppí 6 vikur að smíða, allt eftir umfangi og flækjustigi að sjálfsögðu. Við vefsíðugerðina reynir Markvís að hraða þessu ferli eins og kostur er.
Það er mjög erfitt að gefa út einhver meðaltalsverð þar sem þarfir einstakra viðskiptavina eru afar mismunandi. Mjög fáar vefsmiðjur hér á landi gefa út viðmiðunarverð en algengast er að gerð séu tilboð í verkefnið í heild. Athuga ber að ekki er óalgengt að hýsing á vefsíðum kosti um kr. 25.000 á ári. Ekki er óalgengt að fólk fái mjög mismunandi verðtilboð í það sem því virðist vera sama vefsíðan. Þess vegna er nauðsynlegt að gera nákvæma þarfagreiningu áður en verð eru gefin og skoða vel hvað sé innifalið í verðinu. Við hvetjum þig til þess að lesa greinina okkar um þetta efni.
Lágmarksverð fyrir einfalda vefsíðu með u.þ.b. þremur undirsíðum (samtals 4 síður) er í kringum 60.000 án kostnaðar við hýsingu. Viðskiptavinur útbýr og setur þá sjálfur inn efni (texta og myndir). Eftir því sem vefsíður verða flóknari og meiri vinnu við leggjum í efni hennar hækkar verðið skiljanlega. Hér geturðu séð verðhugmyndir á vefsíðum. Besti kosturinn er að hafa samband við okkur og ræða málin en einnig er hægt að fá grófa hugmynd með því að fylla út formið okkar og senda það.
Við notum aðallega Joomla vefumsjónarkerfið sem er skrifað í PHP og er skammstöfun fyrir PHP Hypertext Preprocessor. PHP er ókeypis og geta allir nota það að vild. Forritunarmálið getur innihaldið texta, HTML, CSS, JavaScript, og PHP kóða. Sem dæmi um þekktar vefsíður þá notar facebook PHP við sína vefsíðugerð. Þegar við semjum efni og sérsmíðum inntak fyrir viðskiptavini notum við aðallega HTML, HTML5 og stundum CSS (Cascading Style Sheets) sem er notað til þess að forma útlit á vefsíðum. Einnig notum við JavaScript ef með þarf.
Algerlega. Þegar við smíðum heimasíður setjum við þær upp á netinu og vinnum þær þar. Í byrjun er vefsíðan lokuð öllum nema þeim sem hafa aðgangsorð og leyniorð. Ef þú óskar eftir því að fá að fylgjast með þá færðu aðgang að síðunni frá byrjun. Hvenær sem er í vinnsluferlinu getur þú skoðað útlit síðunnar og reyndar förum við fram á það við þig að þú skoðir hana nokkrum sinnum áður en henni er "hleypt af stokkunum".
Við reynum að vinna með viðskiptavinum á ýmsum stigum vefsmíðinnar. Algengt er að vefsíðan breytist í smíðaferlinu. Slíkar breytingar kosta ekkert á meðan verið er að smíða heimasíðuna. Ef óskað er eftir viðbótum eða breytingum eftir að vefsmíðinni er lokið og hún komin í notkun tökum við vægt gjald fyrir þá vinnu.
Ef þess er óskað þá getum við sett upp póstþjón með lénheitinu en alla jafna er það ekki innifalið í verði vefsíðunnar. Póstþjónn þarf ekki endilega að vera hýstur á sama stað og vefsíðan. Þú getur breytt um hýsingaraðila á vefsíðu sem er í notkun en skilið eftir póstþjóninn annarsstaðar. Við mælum hinsvegar með að þetta sé hýst hjá einum og sama aðilanum.
Það er ekkert einhlítt svar við þessari spurningu. Heimasíðugerð tekur mis langan tíma og fer það eftir því hversu flókin hún er og hversu mikið efni þú vilt að við vinnum fyrir þig. Þegar við gerum tilboð setjum við okkur tímaramma sem báðir aðilar geta verið sáttir við. Til þess að gefa einhverja mynd þá tekur það allt frá þrem til fjórum dögum að smíða smáa síðu og upp í þrjár til fjórar vikur að smíða meðalstóra síðu.
Allar vefsíður eru byggðar í einhverskonar kerfi, hvort heldur það er Joomla eða annað kerfi. Auk framhluta heimasíðunnar sem er aðgengilegur almenningi hafa allar vefsíður stjórnunarhluta (bakhluta) sem ekki er sjáanlegur almenningi. Bakhluti síðunnar er einungis aðgengilegur þeim sem stjórnar vefsíðunni, þeim sem sér um útlit og efni hennar. Sá hluti er í raun stjórnunarhluti kerfisins. Til eru margskonar vefumsjónarkerfi.
Vefsíðugerð Markvís starfar eftir ákveðnu ferli við gerð vefsíðna. Í grófum dráttum er verkferlið svona:
  • 1.Þarfagreining
  • 2.Útlit og hönnun
  • 3.Sérsmíði og forritun
  • 4.Efnis-og inntaksvinnsla
  • 5.Prófun og leitarvélabestun
  • 6.Vefsíðan opnuð
Tímafrekasti hluti vefsíðugerðarinnar er oftast 4.efnis-og inntaksvinnsla það er textagerð og myndvinnsla auk þess sem forritun getur tekið langan tíma. Hér geturðu skoðað ferilinn nánar.
Allar vefsíður sem við gerum eru með grunnstillingar fyrir leitarvélabestun. Innifalið í því er innri stillingar fyrir leitarvélabestun eins og meta gögn, alt texti á myndum, texti aðlagaður að lykilorðum, auk skráningar á leitarvélum með webmaster síðum þeirra. Ef óskað er bjóðum við upp á flóknari aðgerðir til þess að leitarvélabesta vefsíðuna.
Þann 21. Apríl 2015 uppfærði google algorythma leitarvélarinnar til þess að gera leitarniðurstöður snjalltækjavænni. Þetta þýðir á einföldu máli að vefsíður sem ekki eru sérstaklega gerðar til þess að birtast á snjallsímum eða spjaldtölvum færast aftar í leitarvélaniðurstöðum þegar leitað er með slíkum tækjum. Ef þú vilt vita meira lestu þá þessa grein.
Joomla er marg verðlaunað vefumsjónakerfi sem gerir öllum kleyft að smíða vefsíður að hvaða stærð sem er með hvaða virkni sem er. Notendavænt umsjónaviðmót ásamt þvi hve auðvelt er að bæta við og stækka vefsíðuna gerir þetta kerfi eitt það vinsælasta í veröldinni. Það besta er að Joomla er opið kerfi sem allir geta eignast og notað án endurgjalds.
Vefumsjónakerfi (e.CMS eða Content Management System) eru forrit sem halda utan um allt efni og inntak sem birtist á vefsíðunni, ekki ósvipað og bókasafn sem skráir og heldur utan um bækur. Efni eða inntak vefsíðu getur verið texti, myndir, tónlist, videó, skjöl eða nánast allt sem hugsast getur. Kosturinn við að nota vefumsjónakerfi er meðal annars sá að ekki þarf mikla tæknilega kunnáttu eða þekkingu á forritun til þess að nota það við heimasíðugerð.