Um Markvís

Um Markvís

Halldór Þór Wíum Kristinsson

Öll fyrirtæki eru einstök og hafa sinn sérstaka „persónuleika“ ef svo má að orði komast. Þess vegna er það stefna Markvís að bjóða markaðsmiðaðar lausnir sem sniðnar eru að einstökum fyrirtækjum og félagasamtökum. Markaðssókn fyrirtækja hefur í síauknum mæli færst yfir á internetið þar sem möguleikarnir til þess að eiga samskipti við neytendur eru óendanlegir. Við lítum á vefsíður sem mikilvægt samskipta-og upplýsingaverkfæri sem nýtist fyrirtækjum í markaðsstarfinu.

Halldór Þ.W. Kristinsson

undirritun

markvis stofnað 1988

Upphafið

Upphaf Markvís má rekja til ársins 1988 þegar það var stofnað sem einyrkjafyrirtæki á Akureyri. Starfsemi og markmið Markvís fólust í upphafi í markaðsráðgjöf fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hafa þau ekki breyst. Gerð var úttekt á markaðsmálum fyrirtækja og gerðar voru markaðsáætlanir sem byggðar voru á beinni markaðssókn eða "Direct Marketing". Markaðssvæði fyrirtækisins var í fyrstu á Norðurlandi þar sem engin slík þjónusta var til staðar. Starfsemin breyttist með tímanum og fór fyrirtækið meira út í markaðsrannsóknir og bauð fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi upp á markaðskannanir sem tengdar voru mánaðarlegum spurningavagni Markvís.


Bein markaðssókn 1993

Árið 1993 gaf Markvís út lítið kver um markaðsáætlanir. Þá var að hefjast vegferð í markaðsmálum sem ekki sér fyrir endan á. Þetta fyrirbæri var kallað veraldar vefurinn eða bara netið. Markvís ásamt mörgum öðrum lagði drög að fyrstu vefverslun á Íslandi með tilkomu Hagkaup netverslun.

Á þessum árum var starfsemi Markvís grundvölluð á aðeins einum starfskrafti og fluttist hún, ásamt starfsmanninum, til Bandaríkjanna árið 1996 þar sem enn var lögð stund á markaðsmál, með öðru sniði þó. Bein markaðssókn var enn drifkraftur starfseminnar. Internetið var nýr vettvangur og tungumál þess var kallað HTML.

Markaðssetning á netinu 2002. Upp úr aldamótunum fór Markvís að tileinka sér netið í meira mæli við markaðsráðgjöf og smíðaði meðal annars vefsíður með HTML forritunarmálinu ásamt því að skipuleggja og framkvæma markaðssókn með tölvupósti samkvæmt ströngustu reglum beinnrar markaðssóknar (Direct Marketing). Bein markaðssókn á ekkert skylt við ruslpóst eða óumbeðinn póst enda eru markmið beinnrar markaðssóknar að ná aðeins til þeirra sem áhuga hafa á málefninu sem verið er að kynna.

Markvís 2015. Í dag er Markvís markaðsmiðuð vefsíðugerð og ráðgjafarþjónusta þar sem vefsmíðin er notuð sem tæki til að koma fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum á framfæri á netinu með aðferðum beinnrar markaðssóknar og almannatengsla. Markvís smíðar vefsíður og notar aðallega til þess vefumsjónarkerfið Joomla. Einnig smíðum við vefsíður í Word Press og HTML5+CSS. Ásamt vefsíðugerðinni hjálpum við viðskiptavinum að skipuleggja markaðsmálin á breiðum grunni sem í dag eru að miklu leit tengd Internetinu.

Hliðarverkefni.Um nokkurt skeið höfum við verið að fikta við að þróa vefkerfið Markvís upp á eigin spýtur sem byggir á yfir 30 verkefnum ásamt leiðbeinandi og fræðandi texta í 10 köflum sem miða að því að hjálpa stjórnendum og frumkvöðlum að gera heilstæða markaðsáætlun fyrir fyrirtækið eða viðskiptahugmyndina. Ýmsar greina sem tengjast þessu verkefni má finna á bloggsíðunni okkar.